Frá því að að Landssamtök hjólreiðamanna voru stofnuð þá hefur framgangur félagsins að mestu leyti takmarkast við það að koma á þeim tengingum sem þörf er á gagnvart opinberum aðilum.

Til að samfagna okkur við stofnun Landssamtakanna þá var formanni ECF (European cyclist federation), Thomas Kraag, boðið til landsins. Hr. Kraag, sem er jafnframt framkvæmdastjóri danska hjólreiðasambandsins, lýsti starfi samtaka á meginlandinu og heimsótti flestar þær opinberu stofnanir sem sinna atriðum sem snerta hagsmuni hjólreiðamanna. Heimsóttum við meðal annars Svavar Gestsson þingmann. Hafði Svavar kynnt sér málefni hjólreiðamanna hérlendis og erlendis. Magnús Bergsson, formaður íslenska fjallahjólaklúbbsins, fór svo með hann í rammíslenska vetrarferð í 10 stiga frosti upp í Bláfjöll.

Eftir bréfaskriftir við dómsmálaráðuneytið þá fengu landssamtökin skipaðan aðal- og varafulltrúa í Umferðarráð. Björn Finnsson sem aðalfulltrúa og Guðrúnu Valtýsdóttur sem varafulltrúa.

Formaður landssamtakanna hefur svo verið kallaður til ráðgjafar í málefnum hjólreiðamanna. Sem dæmi var nýlega haldinn fundur með fulltrúum allra nágrannasveitarfélaganna þar sem vandræði ferðamanna á leiðinni frá Keflavík inn til Reykjavíkur voru rædd. Á fundinum var í kjölfarið send bókun til skipulags- og umferðarnefndar sem styður sjónarmið þeirra sem vilja hjóla.

Þegar lög um hjálmaskyldu voru sett á mættu fulltrúar LHM á athöfn í Laugardalnum þar sem dómsmálaráðherra sýndi gott fordæmi og hjólaði stuttan hring, með hjálm.

Er ný stjórn boðin velkomin til starfa.

Með kveðju

Óskar Dýrmundur Ólafsson


Landsamtök Hjólreiðamanna

Landsamtök Hjólreiðamanna héldu aðalfund þann 26/2/98 og var þar kosin ný stjórn: Gunnlaugur Jónasson (S:552 9696 fax: 5621695) - formaður, Þorsteinn G. Gunnarsson - varaformaður, Guðrún Valtýsdóttir - gjaldkeri, Björn Finnsson - ritari og Arnór Helgason, varamenn eru: Óskar Dýrmundur Ólafsson og Páll Guðjónsson