Samhjól er hjólaviðburður sem er opinn öllum og ókeypis. Fjölmargir hjólahópar eru starfandi og þessi viðburður er hugsaður til að sameina litlu hópana í einn stóran það skiptið. Allir eru velkomnir óháð styrkleika

Hópurinn leggur af stað saman 4. des. kl. 10 og fer sömu leið til að byrja með en skiptist fljótlega upp eftir hraða og getu (hægari hópar fara styttri leið). Hóparnir hittast svo aftur á sama stað í lokin, að þessu sinni í Erninum Skeifunni þar sem boðið verður uppá kakó og piparkökur. Að þessu sinni verður lagt af stað frá hjólreiðaversluninni Örninn í Skeifunni kl 10:00. Hjólað verður í 1,5 til 2 klst og svo veitingar og spjall í versluninni á eftir. Spáin er ljómandi góð eða -7°c úrkomulaust og 3m/sek sem er bara til að auka jólastemminguna. Endilega komdu með.

Sjá nánar:

www.hfr.is 

www.facebook.com/?ref=tn_tnmn#!/events/101468386635618/