LHMAðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna verður haldin að Brekkustíg 2, laugardaginn 8. mars n.k. kl 15:00. Venjuleg aðalfundarstörf og almennar umræður um stöðu mála í málefnum hjólreiðafólks.

Boðið verður upp á kaffiveitingar. Áætlað er að fundi ljúki kl. 17:00. Allir sem eru félagar í ÍFHK og HFR hafa atkvæðarétt á fundinum og eru þeir eindregið hvattir til að mæta.

Kl. 20:30 verður húsið opnað aftur með myndasýningu og léttum veitingum. Þar gefst fólki tækifæri til að halda áfram rabbi um málefni hjólreiðafólks.

Undir miðnætti verður svo farið á pöbbarölt ef áhugi er fyrir hendi. Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna Pósthólf 5193 125 Reykjavik