Iceland ExplorerOkkur hérna á ferðaskrifstofunni Íslandsvinum / Iceland Explorer að Reykjavíkurvegi 64, Hafnarf. langar að senda ykkur upplýsingar um hjólaferð sem við erum með til Toscana á Ítalíu í lok maí. Sjá nánari lýsingu hér.  Í burðarliðnum er svo líka ferð um Kvarnerflóann í Króatíu fyrrihluta september og nánari upplýsingar um þá ferð eru væntanlegar um miðja mars.

FjallakofinnEinnig er hér á sama stað útivistarvörubúðin Fjallakofinn sem selur ýmislegt sem hentar reiðhjólafólkinu ekki síður en öðru útvistarfólki. Má þar nefna Merinoullarnærföt og sokka af ýmsum gerðum frá Smartwool; Scarpa skó; fatnað, bakpoka, hanska, húfur (m.a. lambhúshettur og húfur undir hjálma) o.fl. frá Marmot; og síðast, en ekki síst, Löffler sem er með afskaplega lipran og þægilegan fatnað fyrir skokkara, gönguskíðafólk og hjólafólk. Þaðan fáum við m.a. hjólabuxur fyrir bæði kynin í vor. Við bjóðum félögum í IFHK 10% staðgreiðsluafslátt (peningar eða Debetkort) og 5% afslátt með Kreditkorti.