Hjólað með Dóná - Myndakvöld Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

Skemmtilegt ævintýr 6 manna fjölskyldu verður til kynningar á myndakvöldi Íslenska fjallahjólaklúbbsins nk. fimmtudag, 6. mars. Kjartan Guðnason ætlar að kynna í máli og myndum ferðalag fjölskyldunnar frá liðnu sumri þegar hún hjólaði saman frá Passau í Þýskalandi til Vínar í Austurríki. Hjólað var í 9 daga eftir einni þekktustu og elstu hjólaleið Evrópu, Donauradweg Passau * Vín.

Myndakvöldið verður í húsnæði ÍFHK að Brekkustíg 2. Húsið opnar kl. 20 og boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir s. 864 2776 og Kjartan Guðnason s. 895 9020