Það var fjölmennt á Vetrarhátíð í Perlunni þar sem Fjallahjólaklúbburinn, HFR og fleiri tóku þátt. Vetrarhjólreiðabúnaður var kynntur og keppt í því að hjóla niður tröppurnar og að stökkva á hjólum meðal annars. Verslanirnar Örninn og Markið kynntu nagladekk, ljósabúnað og klæðnað til hjólreiða að vetrarlagi.

Á vef HFR er að finna nánari lýsingu á keppnunum og fullt af myndum frá þeim. 

Smellið hér til að sjá myndir frá deginum.