Nú stendur yfir vetrarhátíð í Reykjavík og verða reiðhjól áberandi á þeirri hátíð á laugardaginn í Perlunni þegar vetrarhjólreiðabúnaður verður kynntur, keppt í hástökki á BMX hjólum og bruni niður tröppurnar í Perlunni. Dagskráin stendur yfir milli 13 og 15.  

Vetrarhjólreiðar, tómstundir og sterkasti maður Íslands í Perlunni laugardag kl. 13:00 - 15:00
Kynnir: Boris, sterkasti maður Íslands

13:00 - 15:00 Vetrarhjólreiðabúnaður kynntur í Perlunni. Verslanirnar Örninn og Markið kynna nagladekk, ljósabúnað og klæðnað til hjólreiða að vetrarlagi.
13:00 - 15:00 Hálkuþrautabraut á reiðhjólum fyrir utan Perluna. Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna sýna og gestir fá að spreyta sig.
13:00 - 15:00 Kajakar frá Kayakklúbb Reykjavíkur í kjallaranum, gestir fá að prófa að setjast um borð.
13:20 - 13:40 Hástökkskeppni á BMX-hjólum. Í ár verður keppt á BMX-reiðhjólum í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Kína. Hluti af því er að geta stokkið. Hér keppa BMX-kappar í því að stökkva yfir slá sem hækkar sífellt uns aðeins einn stendur eftir. Engin dýna og menn verða að lenda á hjólunum.
13:50 - 14:00 Kappakstur kringum Perluna. Hjólreiðakappar úr LHM og ÍFHK etja kappi við hvorn annan. Hjólað verður hringinn í kringum tankana. Einfaldur gamaldags kappakstur. Sá sem kemur fyrstur í mark vinnur.
14:00 - 14:15 Perlubrunið 9 af fremstu fjallahjólamönnum landsins bruna niður tröppurnar inni í Perlunni á sérstökum
„Downhill"- hjólum með mikilli fjöðrun.
14:00 - 14:10 Kappakstur á vetrarbúnum reiðhjólum í kringum Perluna. Hver er fljótastur hringinn í kringum Perluna?
13:00 - 15:00 RC-bílar í Perlunni, Sigurður Kristinsson og Helgi Már Magnússon sýna sprettharða fjarstýrða rafmagns- og bensínbíla. Gestir fá að prófa á stórri teppalagðri braut inni í Perlunni. Bensíndrifnir torfærubílar utandyra.
14:45 - 15:00 Boris, sterkasti maður Íslands skorar á viðstadda í aflraunir og gerir við þá samkomulag. Hann veltir stóru dekki sem tveir og jafnvel þrír menn geta ekki bifað.
Sögusafnið og Veitingasalan opin.
Perlan, Öskjuhlíð.