Ferðatilhögun:

Beint leiguflug að morgni til Alicante með Atlanta kl. 09:00 lent í Alicante kl. 14:30 að staðartíma. Flugið tekur um 4 klst. Og akstur til Benidorm um 1  klst. Brottför 31. mars er kl. 16:00 og lending í Keflavík kl. 19:45.

Páskar 19. – 31. mars.    

Gist á hotel Halley

Tilboðsverð            

12 nætur        

Verð á mann:

5  í íbúð m/2 svefnherb.                      48,000kr

Innif.: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gising skv. ofangreindu og íslensk fararstjórn.

Atlas ávísun
Þeir, sem eiga Atlas ávísun, geta notað hana, og greitt með Atlas korti.

 

Bókun ferðar og staðfestingargjald.
Verð miðast við að tilboðinu sé tekið og staðfestingargjald kr 16,000 á mann .

Breytingargjald.
Breytingargjald er kr. 7,000 á bókun.  Gjaldið greiðist fyrir hverja breytingu sem gerð er á bókun eftir að staðfestingargjald hefur verið greitt.  Ekki er hægt að breyta ferðatilhögun eftir að ferðagögn hafa verið gefin út.

Ofangreint tilboð miðast við flugverð og gengi í jan 2005 og er háð breytingum þar á.

Ekki hefur verið tekin frá gisting eða flugsæti fyrir hópinn.

Við vonum að ofangreint tilboð sé áhugavert fyrir hópinn og hlökkum til að heyra frá ykkur.

 

Halley Apartmentos ++1/2
c/Londres s.n.
03500 Benidorm
Tel 0034 5864056
Fax 0034 5865191

Okkar mat: Snyrtileg og notaleg íbúðagisting á einum eftirsóttasta stað á Benidorm.

Gestamóttaka: Opin allan sólarhringinn.

Aðstaða:  Hótelið er 17 hæðir og eru 4 íbúðir á hverri hæð, 2 lyftur. Garður er fyrir framan húsið með sundlaug og sólbekkjum. Kaffitería/snakkbar er á jarðhæðinni, gengið inní hann úr garði.

Vistarverur: Góðar íbúðir með einföldum húsbúnaði.  Í þeim eru ýmist 1 eða 2 svefnherbergi.

Sundlaug: Er við hótelið og einnig barnalaug og ágæt sólbaðsaðstaða með ókeypis sólbekkjum. Opin kl. 8:00-20:00.

Sjónvarp: Er ekki í íbúðunum, en hægt er að leigja sjónvarp í gestamóttöku.

Sími: Ekki er sími í íbúðunum, en almenningssími er í gestamóttöku.

Þrif: 2 sinnum í viku, skiptu um handklæði og á rúmum 2 sinnum í viku. Herbergisþernur sjá ekki um uppvask og almenna tiltekt.

Öryggishólf: Eru í öllum íbúðum, leiga greidd í gestamóttöku. Greiða þarf tryggingagjald sem fæst endurgreitt við brottför, þegar lykli er skilað.

Tryggingargjald: Þarf að greiða 60 evrur  við komu og fæst endurgreitt við brottför, reynist allt óskemmt.

Íbúðarreglur: Skv. alm.reglugerð á Spáni, er öll háreysti bönnuð í íbúðunum eftir miðnætti. Ætlast er til að ró sé komin á milli kl. 11 og 12 á kvöldin. Frekari reglur er að finna í anddyrum bygginganna á ensku.

Fólk er vinsamlega beðið að kynna sér þær.