dscf1317ww.jpg Núna á fimmtudagskvöldinu verður kompukvöld í klúbbhúsinu Brekkustíg 2. Kompukvöld er sölu og skiptimarkaður fyrir allt sem tengist hjólreiðum, búnaður og föt og jafnvel heilu hjólin. Undanfarin ár hafa þessi kvöld verið hin líflegustu og margir gert mjög góð kaup. Heitt á könnunni og léttar veitingar. Líflegt spjall og góður félagsskapur. Húsið verður opið kl 20:00 - 22:00.

Húsnefnd.