spr3.jpgÞá er komið að 7. sumarferð IFHK sem að þess sinni er 2 daga fremur auðveld hjólaferð frá Landmannalaugum að Hellu. Gist verður á leiðinni, í Dalakofanum við góðan kost.
 
Ferðatilhögun er eftirfarandi:Laugardagur 13. ágúst kl. 8.00 Þátttakendur mæta á Brekkustíg 2 kl. til að setja hjól sín og farangur í trússið. Síðan er haldið af stað áleiðis upp í Landmannalaugar. Þaðan verður hjólað í Dalakofann: vegalengd um 40 km á malarvegi.

Sunnudagur 14. ágúst kl. 10:30 Við hjólum frá Dalakofanum um Rangárbotna á Hellu, mestmegnis undan halla og þar af leiðandi þægilegt og stoppum reglulega á leiðinni til að njóta náttúrufegurðar og félagsskaps hvert annars. Loks verður komið á Hellu, þar sem hjólin og þreytt og ánægt fólk verða tekin á bíl og ekið til Reykjavíkur.  Vegalengd: 55 km.

Skráningar hefjast hér með í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þar má fá nánari upplýsingar um ferðina. Miðað við að veðrið verði viðunandi, er þessi ferð stimpluð sem 5 af 10 á erfiðleikaskalanum góða. Munið skjólgóðan fatnað og regnheldan. Auk þess svefnpoka og mjúkan fatnað fyrir kvöldvökuna í Dalakofanum.

Verð kr. 10.000. Innifialið er gisting, trúss og kvöldmatur í Dalakofanum.

Þessi ferð var ein sú vinsælasta hjá klúbbnum hér áður fyrr en hefur ekki verið á dagskránni í nokkurn tíma. Hér má sjá gamlar myndir úr ferðum klúbbsins 1994 og 1995 .

 

spr4b.jpg
 
spr12.jpg