Á fyrsta degi Evrópsku Samgönguvikunnar 2011, 16. September munu Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir hjólaráðstefnu í Reykjavík. Aðalþema ráðstefnunnar er efling hjólreiða og hvernig vinna má að hjólaframkvæmdum fyrir lítið fé.

Unnið er að því að fá 2 – 3 erlenda fyrirlesara til landsins en auk þess verður Þorsteinn Hermannsson ráðgjafi í Innanríkisráðuneytinu, Umferðastofa og fleiri innlendir aðilar með framsögu. Fundarstjóri verður Gísli Marteinn Baldursson.

Ráðstefnan er unnin í samvinnu við Umhverfissvið Reykjavíkur, Landlæknisembættið og Hjólað í vinnuna.

Takið frá daginn, við gerum ráð fyrir að dagskráin standi frá kl. 10 – 17. Áhugasamir um innlegg og aðstoð fyrir daginn eru hvattir til að senda um það póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.