Íslenski fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir fjölskylduferð umhvítasunnuhelgina. Farið verður á tjaldsvæðið Þórisstaði í Svínadal og tjaldað þar alla helgina og hjólað síðan út frá því tjalsvæði. Hægt verður að vera í bæði tjöldum og ferðavögnum. Þar sem gist verður á sama tjaldstæðinu allan tímann getur öll fjölskyldan komið með óháð því hvort allir vilji taka þátt í hjólaferðum eða ekki.

 

Tjaldstæðisgjald er 600 kr. á mann fyrir nóttina. Frítt er fyrir 12 ára og yngri. Hægt er að fá flutning á hjólum báðar leiðir og greiðir ÍFHK fryrirþað. Einnig er hægt að útvega far fyrir þá sem þess þurfa. Hægt er að komat á tjaldstæðið bæði með því að fara yfir hálsinn hgjá Ferstiklu eða með því að fara hvaða aðra leið sem er inn í Svínadal. Tjalfstæðið er um 4 km. frá Ferstiklu.

Hugmyndin er að hjóla í kringum Skarðsheiði á laugadaginn og í kringum Skorradalsvatn á sunnudaginn. Þeir sem ekki treysta sér í það geta þó að sjálfsögðu farið í sína eigin hjólatúra í næsta nágrenni tjaldstæðisins.

Þeir sem vilja koma með í þessa ferð geta haft samband við Sigga í síma 691 0338 og einnig mætt í klúbbhúsið á fimmtudagskvöldið.