Það var rífandi stemmning í gærkvöldi þegar góður hópur kom saman á brekkustígnum. Við horfðum saman á myndina “The science of mountain biking”. Myndin er heimildamynd um tvo garpa sem í fara saman til Suður ameríku til að sigrast á áskorunum í fjallahjólaíþróttinni en þó með mjög ólíkum hætti. Markmið annars er að hjóla upp brekkurnar í Andesfjöllunum á meðan hinn er að leitast eftir því að hjóla niður með tilheyrandi látum.

Þetta var alveg hreint hin ágætast skemmtun og vonadi að við getum endurtekið þetta fljótlega með fleiri myndum.

Af gefnu tilefni viljum við benda öllum sem áhuga hafa á starfi klúbbsins að öllum er frjálst að koma til okkar í klúbbhúsið á opin hús og aðra viðburði. Ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur til að taka þátt í starfi klúbbsins.