Rétt áður en menn belgja sig út af smákökum og öðrum kræsingum tengdum aðventunni er upplagt að fara í smá hjólatúr út fyrir bæinn.  Laugardaginn 27 nóvember  verður hjólað til Álftavatns, sem er í 65-75 km fjarlægð frá Reykjavík.  Eftir því hvort hjóluð er Nesjavallaleið eða í gegn um Mosfellsbæ, yfir heiðina og meðfram Þingvallavatni. 

Hjólaleið ræðst af veðri, færð, vindum og óskum þátttakenda.  Gist verður í góðum bústað, gasgrill (fólk taki með eitthvað á grillið), heitur pottur (sundföt takk) og uppábúin rúm.  Trússbíll tekur farangur.  Hjólað til baka á sunnudeginum.  Kostaður við trúss og gistingu er 2000 kr á mann.  Frítt fyrir börn 0-12 ára.  Upplýsingar og skráning hjá Hrönn í síma 823-9780 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.