Camino de Santiago – Via de la PlataFimmtudagskvöld kl. 20 mun Ingibergur Sigurðsson koma í klúbbhúsið Brekkustíg 2 og segir okkur frá ferð sinni um sveitir Spánar eftir leiðinni Camino de Santiago – Via de la Plata

Hjónin Ingibergur Sigurðsson og Helga Þormóðsdóttir fóru í maí 1000 km. á reiðhjóli um sveitir Spánar frá Sevilla til Santiago de Compostela.

Via de la Plata er ein lengsta pílagrímaleiðin á Spáni. Leiðin var endurvakin 1991 og skartar mörgum minjum frá tímum rómverja. Góður og ódýr valkostur fyrir þá sem vilja hjóla í sumarfríinu.  

Skoðið nokkrar myndir úr ferðinni hér