Öll þriðjudagskvöld síðan í maí í sumar hafa verið farnar svokallaðar þriðjudagskvöldferðir frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:30. Búið er að þræða helstu stígana á stór höfuðborgarsvæðinu og nú er komið að þeirri síðustu. Við leggjum af stað eins og vanalega frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:30 og veljum okkur einhverja skemmtilega leið niður í Skeifu þar sem Fjallahjólabúðin GÁP býður okkur velkomin með grilluðum pylsum og sértilboðum á ljósum. Kvöldferðunum verður slitið formlega og þátttökubikarinn afhentur. Verslunin verður opin til kl 21 í tilefni dagsinns.

Ferðanefndin.