Klúbbhúsið Brekkustíg 2Á opnu húsi annað kvöld verður kompukvöld - einnig þekkt undir orðinu skiptimarkaður. Vanti þig eitthvað eða hafir þú eitthvað til kaups, sölu eða skipta endilega komdu og gerðu góð kaup (Eða sölu). Allt hjóladót velkomið; heil hjól, partar fatnaður eða hvað eina.

Húsið opnar kl 20 og verður opið til kl 22. Einhverjar veitingar í boði.
Húsnefnd.