Íslenski fjallahjólaklúbburinn hefur ár hvert staðið fyrir hjólreiðaferð til Viðeyjar og ferðin verður að þessu sinni í 29. júní. Þessar ferðir hafa undanfarin ár verið geysilega skemmtilegar og menn viðrað stálfáka sína í Viðey. Hjólaleiðin er ekki svo löng né strembin og allir velkomnir með, hvort heldur vanir hjólagarpar eða byrjendur. Allir reiðhjólaeigendur velkomnir með hjólin sín! Viðeyjastofa verður opin svo hægt verður að kaupa veitingar á meðan dvöl okkar stendur.

Leiðsögn: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir

ATH: Siglt er frá Skarfabakka kl.19:15. Aukaferð verður frá Skarfabakka kl 18:15 ef einhver vill eyða meiri tíma í Viðey.
Siglt verður til baka um kl 22:00.

 Verðskrá í Viðeyjarferjuna:

Börn að 0 - 6 ára  ókeypis
Börn 6 – 18 ára kr. 500.-
Fullorðnir að 67 ára kr. 1000.-
Eldri borgarar  kr. 900.-
Námsmenn  kr. 900.-
Öryrkjar  kr. 900.-


Ferðanefnd og Verkefnastjóri Viðeyjar.