Farin verður árleg fuglaskoðunarferð frá Fjölskyldu og Húsdýragarðinum kl 19:30. Jakob Sigurðsson verður með í för og segir okkur frá þeim fuglum sem verða á vegi okkar. Hann er áhugamaður um fugla og verður með okkur á vegum Fuglavernar (sjá fuglavernd.is). Farinn verður hringurinn í Grafarvoginum í rólegheitunum og stoppað oft. Munið eftir sjónaukanum.