Núna á fimmtudaginn verður haldið kompukvöld í klúbbhúsinu milli kl 20:00 og 22:00. Kompukvöld var síðast haldið í klúbbhúsinu fyrir ári síðan og því orðið löngu tímabært að endurtaka það.

Kompukvöld er nokkurskonar skiptimarkaður fyrir hjóladót, búnað og fatnað. Hafir þú í kompunni þinni eitthvað af fyrrgreindu sem þú ert hætt/ur að nota er tilvalið að koma með það í klúbbhúsið og sjá hvort einhver geri þér ekki tilboð. Notað, nýtt, hlutar eða bara heil hjól - allt á erindi í klúbbhúsið. Síðast skipti mikið magn af hjóladóti um eigendur og mjög margir gerðu góð kaup.

Kaffihúsastemning verður samhliða kompu-samkomunni þar sem Arnaldur kaffisérfræðingur hellir uppá eðalkaffi eins og best þekkist. Og auðvitað meðlæti í stíl.

Heyrst hefur líka af ferðalangi sem er að leggja af stað í hjólaleiðangur til Kanada og verður haldin pínkulítil kveðjuathöfn.