Velkomin á nýjan vef ÍFHK.  Íslenski fjallahjólaklúbburinn opnaði fyrst heimasíðu fyrir 10 árum og þótti mörgum tími til kominn að hressa aðeins upp á hana. Við viljum þó ekki kasta út öllu gamla efninu enda ótrúlega mikið af góðum greinum og ferðasögum þar á meðal sem er tímalaust efni og alltaf jafn skemmtilegt og fróðlegt. Fyrst um sinn er því fléttað saman nýju og eldra efni en vefurinn verður þróaður betur í vetur.

Það er margt nýtt sem þetta vefumsjónarkerfi býður upp á svo sem að menn gerist pennar og setji inn efni milliliðalaust eða eftir yfirferð ritstjóra. Einnig söfnum við saman á einn stað úrdráttum úr bloggi nokkurra bloggara sem fjalla oft um hjólreiðar og umferðarmál. Sendið okkur endilega ábendingar um fleiri blogg og vefi sem vert er að bæta við, ef síðan er með RSS þá má birta úrdrættina beint hér á vefnum undir Umræðunni en annars bara í tenglasafninu.

Það sést alltaf hvað er næst á dagskránni hér efst og því auðvelt að sjá nýja atburði sem stundum er skotið inn með stuttum fyrirvara og eru ekki í prentaðri dagskrá. Við getum nú líka auðveldlega gert skoðanakannanir.