pizzurUm 30 manns voru í pizzuveislunni sem haldin var 22. ágúst þeim til heiðurs sem buðu fram aðstoð sína við framkvæmd Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Garðar Erlingsson skipulagði hlutverk hvers og eins og þökkum við honum kærlega fyrir sérlega vel unnið starf.

Undanfarin ár hafa sjálfboðaliðar úr röðum félagsmanna ÍFHK aðstoðað við framkvæmd Reykjavíkurmaraþons sem undanfarar og eftirfarar í öllum hlaupum. Á ýmsu hefur gengið í gegnum tíðina í þessu starfi og oft mikill hamagangur í öskjunni, en í þetta skipti gekk allt eins og í sögu enda var góður undirbúningur.

Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir úr pizzuveislunni. Myndir Einar Valur Einarsson

 Myndir úr pizzuveislu