Opið hús næsta fimmtudag kl 20:00 - 22:00 (eða lengur). Viðgerðaaðstaðan opin og heitt á könnunni. Nokkrir meðlimir klúbbsins hafa mælt sér mót þarna og ætla að koma með hjálparmótora og búnað til að létta mönnum lífið. Hafir þú áhuga á því hvernig má betrumbæta hjólið eða ákveðnar skoðanir ertu sérstaklega velkomin/n. En annars þá er opið hús öllum opið eins og gefur að skilja.