Í kvöld 21. maí verður opið hús eins og venjan er á fimmtudögum. Heitt á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin.

Að auki verður kynning á hjólafærni og munu þau: Sesselja, Árni og Þórey segja frá stöðu mála og markmiðum á næstunni, en verkefnið er í fullum gangi í Álftamýrarskóla um þessar mundir. Húsið opnar kl 20:00 og verður opið eins og húsrúm leifir allt til um 22:00.

Stjórn ÍFHK.