þriðjudagseftirmiðdaginn 19. maí fer Fjallahjólaklúbburinn fyrir fjölskylduferð frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:00. Þessi ferð hentar börnum allt niður í 10 ára.
Miðað er við að ferðin taki um 2 tíma, (þess má reyndar geta að þessi ferð lengdist duglega í annan endan á síðasta ári). Tekinn verður hringur um Grafarvoginn í fylgd fuglafræðings sem fræðir okkur um þá fugla sem á vegi okkar verða. Um þessar mundir er allt að gerast í heimi fuglanna, þeir hefja tilhugalíf, gera sér hreiður og klekja út ungum. Það er afar fróðlegt að vera samferða fræðimönnum sem segja vel frá. Umhverfið verður fyrir vikið enn meira lifandi. Endilega hafðu sjónaukann með.
 
 
Ferðanefnd.