Nú er komið að hinni árlegu ferð klúbbsins á Nesjavelli. Þetta er fyrsta ferð sumarsins og er oft fyrsta hjólaferðalag þeirra sem taka þátt, því hún hentar sérstaklega vel nýliðum jafnt sem lengra komnum. Frábært tækifæri til að stíga skrefið í góðum hópi og öðlast reynslu í að ferðast á hjóli og læra um leið af öðrum.

Við hittumst 16. maí við Árbæjarsafni klukkan 13:00 og leggjum af stað þaðan. Til skrá sig í gistingu þarf að hafa samband við Nesbúð beint og panta gistingu í síma: 482 3415. Mundu að taka fram að þú sért með Fjallahjólaklúbbnum til að njóta sérkjara sem gengur fyrir hópinn. Tilboð í Fosshótel Nesbúð þessa helgi er:

Uppábúið tveggja manna herbergi     - 4.000,-  á mann.

Spáin er með eindæmum góð og því er ekki úr vegi að setja niður sólarvörn.

Samkvæmt hefðinni er ætlunin að grilla saman þegar á áfangastað er komið og kemur hver með fyrir sig á grillið. Þeir sem hafa áhuga geta svo fylgst með Eurovision um kvöldið. Að sjálfsögðu verður einnig hægt að fara í pottinn fyrir þá sem það vilja. Við hjólum svo saman til baka á sunnudeginum þegar allir eru búnir að kýla út kviðinn. Ef einhverja spurning vakna vegna ferðarinnar er hægt að hafa samband við:

Sessy í síma: 8642776. eða Magnús í síma: 616 2904 eða senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Að lokum vil ég hvetja alla sem einhvern áhuga hafa á ferðinni að slá til. Það hefur sýnt sig að það þarf lítið annað en reiðhjól í nothæfu ástandi og smá vilja til þess að geta klárað svona ferð. Yfirferðin hjá okkur er róleg og sjálfsögðu er enginn skilinn eftir. Með í för verður trússbíll þannig að ef einhver lendir í vandræðum kemur hann til bjargar. Bíllinn flytur líka farangur og nesti.

Sjáumst hress!
Ferðanefndin.