Í 2. útgáfu af Staðardagkrá 21 fyrir Reykjavík undir heitinu „Reykjavík í mótun“ má lesa um mjög hjólavæn markmið og leiðir að þeim. Staðardagskráin var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 16. maí 2006 en hún var nýlega endurútgefin og ef þið hafið ekki kíkt á hana áður þá er kannski kominn tími til. Okkur finnst kannski stundum hægt ganga í framfara átt en eins og reynslan sýnir getur borgað sig að vanda til verka. Í þessari stefnumótun í átt að sjálfbæru samfélagi í Reykjavík til 2015 koma fram eftirfarandi punktar meðal annars:

Samgöngur

Í Reykjavík verði hægt að ferðast á auðveldan og öruggan hátt og án þess að menga umhverfið.

Hjólavæn Reykjavík

Markmið
Göngu- og hjólastígar verði skilgreindir sem samgönguæðar og þeir hannaðir og þeim viðhaldið sem slíkum.

Leiðir
• Hjólareinar verði settar meðfram öllum stofnbrautum.

• Gengið verði frá tengingum göngu- og hjólastíga milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst.

• Bætt verði aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda við stofnbrautir milli norður- og suðurhluta borgarinnar.

• Allar framkvæmdir í samgöngumálum verði rýndar m.t.t. umferðaröryggis akandi, hjólandi og gangandi vegfarenda.

Hjólareinar verði í hönnunarstöðlum allra meginstofnbrauta.

Stofnanir borgarinnar og fyrirtæki hvetji starfsmenn sína til að nota umhverfisvænan ferðamáta. Í framhaldi þess verði hætt greiðslu bílastyrkja til starfsmanna og þeim boðnir aðrir valkostir, svo sem hjóla- eða strætóstyrkir.

Hjólabrautir verði efldar og gerðar að sýnilegum valkosti til að komast á vinnustað.

Hagrænum hvötum verði beitt til þess að efla umhverfisvænan ferðamáta, svo sem með hjólastyrkjum, afnámi bílastyrkja og gjaldtöku við stórar opinberar byggingar.

Tengsl umhverfis, lýðheilsu og velferðar eru mikil. Oftast nær eru lausnir í umhverfismálum samofnar bættri heilsu og velferð fólks. Hér má nefna ferðamáta þar sem akstur dregur úr hreyfingu en gönguferðir og hjólreiðar bæta heilsufar og eru mun umhverfisvænni. Mikilvægt er að skapa umhverfi, jafnt inni sem úti, sem er laust við mengun og bætir þ.a.l. heilsu fólks, vellíðan og velferð. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bætt lýðheilsa og betra umhverfi auka líkur á heilsusamlegra og hamingjuríkara mannlífi þar sem íbúarnir kunna að njóta augnabliksins.

Heilsuefling

Bætt lýðheilsa felur m.a. í sér heilsueflingu þar sem borgarbúar stunda í auknum mæli útivist og líkamsrækt og neyta hollrar fæðu. Þetta fer einnig saman með lausnum í umhverfismálum þar sem t.d. hjólreiðar og göngur

Markmið
Heilsuefling sem lífsstíll verði leið til lausnar í mikilvægum umhverfismálum.


 

Lesið Reykjavík í mótun, Stefnumótun í átt að sjálfbæru samfélagi í Reykjavík til 2015.

Slóðin er:
http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/umhverfissvid/myndir/skyrlsur/08-1884_Reykjavik_i_motun_Net.pdf

Og meira hér:
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-991/

  Starfsmenn Umhverfis- og samgöngusviðs

Starfsmenn Umhverfis- og samgöngusviðs Pálmi Randversson, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Eygerður Margrétardóttir.