Myndir úr leiknum Nú hefur verið dregið úr innsendum þátttökuseðlum í ratleik Íslenska fjallahjólaklúbbsins á Ferðafagnaði 18. apríl sl. Ríflega 70 þátttökuseðlar skiluðu sér í hús og þó nokkuð um að þátttakendur væru að hjóla endastöðva á milli, sem teygði sig yfir 50 km á milli Ástorgs í Hafnarfirði og Korpúlfsstaðagolfvallar í Reykjavík. Svo þeir hafa líklega fengið sér 70 - 80 km hjólatúr yfir daginn með því að koma sér til og frá heimilum sínum.


Vinningshafarnir voru:

Stjóstöng með Hvalalíf og kvöldverður á Humarskipinu fyrir tvo:

Grétar W. Guðbergsson
Gunnar S. Guðmundsson

Reiðnámskeið hjá Íshestum fyrir 1 barn:

Dagmar Óladóttir

Flug fyrir tvo innanlands með Flugfélagi Íslands:

Óli Þór Hilmarsson
Rósa Guðmundsdóttir

Stjórn Íslenska fjallahjólaklúbbsins þakkar öllum sem léku með fyrir þátttökuna. Þá færum við þeim Stefáni, Guðný, Arnaldi, Kjartani og Affa fyrir uppsetningu og umsjón með spjöldunum, Dr. Bæk og Kaffikónginum fyrir viðveru í klúbbhúsinu og Skúla á Höfuðborgarstofu fyrir góða samvinnu.

Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir frá deginum.