Á fimmtudaginn - 7. maí, kl. 20 - verður kynning að ferðinni í Nesjavelli. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í Nesjavallaferðinni eru hvattir til að líta við í klúbbhúsinu á fimmtudagskvöldið; sýna sig og sjá aðra og spyrja um allt það sem praktískt er og gott að vita fyrir svona gistileiðangur á hjóli. Magnús Bergsson mun kynna ferðina og svara spurningum fólks. Auk þess er lag að kíkja aðeins á gírana, smyrja keðjuna og blása loft í dekkin á verkstæðinu eftir kynningu.