Fimmtudaginn 14. maí langar stjórn ÍFHK að bjóða í klúbbhúsið til fundar öllum þeim félagsmönnum sem langar að koma að skipulagi við afmælisdagskrá félagsins í júlí nk. Þann 5. júli verður klúbburinn 20 ára og viljum við gera eitthvað sérstakt í tilefni þessa. Fundurinn hefst kl. 20 og að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og með því :-)

Svo hlökkum við bara til þess að sjá hvert annað á hjólinu á leið til og frá vinnu næstu vikurnar. Hvetjum vinnufélagana með okkur í þátttöku í Hjólað í vinnuna og munið að hver sá sem sleppir bílnum einn dag á þessum tíma; gerir útiloftið hreinna handa okkur öllum :-)

Brosum og njótum þess að hjóla!