Nú þegar hjólin eru orðin vel smurð, búið að fara á viðgerðanámskeið og farið að huga að fyrstu ferðalögum sumarsins, er lag að koma með góða skapið á vorfagnað ÍFHK í klúbbhúsinu fimmtudaginn 30. apríl. Öll frjáls tóndæmi eru hjartanlega velkomin, hvort heldur fólk fremji þau með sínu eigin nefi eða framkalli þau með verkfærum. Léttmeti verður á grillinu, söngur og gleði.
Allir koma á nýbónuðum hjólunum sínum og þeir sem standa við grillið mega dást að gripunum; hinir chilla á baðstofuloftinu. Nánar um fleiri smáatriði í næstu viku en þangað til; takið frá kvöldið og hlakkið til:-)