Síðasta viðgerðarnámskeið þessa vors er á fimmtudaginn - Sumardaginn fyrsta - í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Magnús Bergs, Darri og Garðar verða á gólfinu og munda verkfærin með áhugasömum en á efri hæðinni verður Árni Guðmundur að teina vöfflur og baka gíra; hvernig svo sem það bragðast fólki:-) Húsið opnar kl. 20. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla í félaginu til þess að koma og kynna sér starfsemi klúbbsins og aðstöðuna í klúbbhúsinu. Kaffi og með því á baðstofuloftinu.