Íslenski fjallahjólaklúbburinn stóð fyrir heilmiklum ratleik eftir strandlengjunni á milli Korpúlfsstaðagolfvallar og að Ástorgi í Hafnarfirði. Til þess að vera fullgildur þátttakandi í leiknum var nóg að finna 5 - 10 pósta og heimsækja nokkur fyrirtæki á Ferðafagnaði. En fjöldi keppenda gerði gott betur og fóru margir alla póstana 34 og hafa þá hjólað um 50 km leið. Auk þess má gera ráð fyrir að fólk hafi þurft að hjóla til og frá heimilum sínum svo margur hlýtur að hafa hjólað allt að 80 km þennan dag til þess að taka þátt í ratleiknum.

Enn er hægt að skila inn þátttökuseðlum. Það er hægt rafrænt á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - eða skila þeim inn á Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík. Dregið verður úr innsendum þátttökuseðlum í beinni útsendingu á Rás 2, 2. maí nk. og listi yfir vinningshafa verður birtur á vef klúbbsins.