5. mars: Kaffihúsakvöld og myndasýning undir yfirskriftinni "Hjólað á fjöllum".

8. mars: Sunnudagshjóltúrinn verður með óhefðbundnu sniði! Lagt verður af stað frá Víkingsheimilinu kl 9:00. Hjólum upp í Mosfellsbæ þar sem við förum í sund. Hjólað aftur til baka að því loknu.

NÁNAR: 

5. mars:

Öllu því besta skákað til á kaffihlaðborði. Og á sama tíma (eða þegar allir hafa fengið sér vel á diskana) verður myndasýning með yfirskriftinni "Hjólað á fjöllum". Reynsluboltinn Árni kemur með nokkrar ferðasögur af Íslenska hálendinu og deilir með okkur í máli og myndum. Viðgerðar aðstaðan opin að sjálfsögðu og gott að geta dittað að hjólinu í leiðinni.

 

8. mars:

Síðasti sunnudagshjóltúr leiddi okkur eftir sjávarsíðunni í Mosfellsbæ. En Guðný hafði fregnir af því að það væri svakalega gott kaffið í sundlauginni þar svo við ákváðum að rannsaka það nánar. Kaffið fengum við og kynningu á lauginni. Það var því ákveðið þar að við þyrftum að gera leiðangur í laugina með sundföt og prófa laugina og pottana. Hafið þvi sundföt með og smá klink.