Föstudagskvöld 24. águst verður farið hjólandi (eða akandi með hjólið) til Þingvalla og tjaldað nærri þjónustumiðstöðinni þar sem Helgi og Sigga fararstjórar munu sjá um “tjaldvöku” í fellihýsi fram eftir kvöldi.

Á laugardeginum verður lagt af stað kl. 10:30 og hjólað í rólegheitum rangsælis umhverfis Þingvallavatnið u.þ.b. 65 km. Sunnan við vatnið verður farin reiðleið milli Þingvallavatns og Úlfljótsvatns þar sem til stendur að Orkuveita Reykjavíkur reisi mikla “frístundabyggð” á næstu mánuðum. Það er því kjörið tækifæri að bera ósnortna náttúruna augum áður ein það er of seint. Þá verða hellar á leiðinni skoðaðir og saga þeirra sögð.

Um kvöldið ræðst það svo af stemningunni hvort fólk vill hjóla í bæinn eða gista aðra nótt og hjóla á sunnudeginum heim.

Fólk er minnt á að tjaldgisting kostar 500 kr pr. mann. Nauðsynlegt er að hafa hlífðarfatnað og nesti til þessarar ferðar. Þeir sem telja sig ekki hafa hjólið í fullkomnu lagi geta litið við í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 fimmtudagskvöldið og fengið aðstoð við að yfirfara það.

Allar nánari upplýsingar um ferðina fást hjá Bjarna Helgasyni í síma 8494245