smellið á myndina til að sjá fleiri myndir af svæðinu Þessi ferð um Fjallabak er 9 daga og það verður trússbíll í för með okkur. Það gerir ferðina mun aðgengilegri fyrir marga sem efast um eigin getu og hugsanlega reynsluleysi. Við förum af stað úr bænum 4. júlí og komum heim 12. júlí. Sumar dagleiðir munu reyna á, sérstaklega ef við erum óheppin með veður, þannig að þessi ferð er ekki hugsuð fyrir krakka. Það eru aðrar ferðir í boði hjá klúbbnum sem henta krökkum mjög vel.

 

 

Gist verður í skálum nema í Landmannalaugum. Við erum á biðlista þar, en ef við komumst ekki inn í skálann þá verður tjaldað. Hér fyrir neðan er dagskrá ferðarinnar, í grófum dráttum. 

Það er hægt að skrá sig í ferðina, eða fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Darra á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Svo þarf að borga staðfestingar-gjald, 10.000 kr, fyrir 1. apríl.

Það er pláss fyrir 15 manns í ferðina. Verð : 45.000 kr.                  

Dagur 1:  15-20km

Við keyrum út úr bænum og  byrjum að hjóla hjá Hjálparfossi, skoðum svo Stöng og Gjána á leiðinni upp í  Hólaskóg þar sem verður gist. Tökum smá kvöldhjóltúr þaðan að skoða  Háafoss.   Þetta er stuttur dagur sem er ágætt sem upphitun fyrir það sem kemur.

Dagur 2 : 50km

Hjólað í Landmannahelli.  

Dagur 3 : 25km

Í dag er stutt dagsleið  í Landmannalaugar, en við gefum okkur góðan tíma til að skoða Ljótapoll á leiðinni. Það er  mjög skemmtilegt að hjóla eða labba hringinn í kring um Ljótapoll. Í  Landmannalaugum er gaman að labba upp á Bláhnúk og Brennisteinsöldu eða bara baða sig!

farið yfir vað Dagur 4 : 45km

Hjólað í Hólaskjól. Hægt  að taka smá útidúr og skoða Eldgjá og Ófærufoss. Dagleiðin er 45km,  nokkur hækkun er á þessum  degi og þó nokkuð af vöðum.

Dagur 5 : 55km 

Í dag hjólum við hring út frá Hólaskjóli þannig fyrir þá sem vilja getur þetta verið hvildardagur. Hjólum  8km til baka og tökum svo afleggjarann sem fer í Langasjó. Við förum ekki alla  leið þangað, heldur tökum við lítt þekkta slóð hjá Blautalóni í áttina að Skaftá. Leiðin er stórskemmtileg og við fáum að kíkja ofan í Eldgjá á leið heim í skálann.

Dagur 6 : 55km

Byrjum daginn  með skemmtilegt  "singletrack" (7km) og smá vaði, hjólum framhjá Álftavatnaskála og komum svo aftur inn á jeppaslóðann á Álftavatnakróksleiðinni. Við  hjólum framhjá Mælifell og síðan yfir Mælifellssand og gistum annaðhvort í  Hvanngili eða Álftavatnsskála.

Dagur 7 : 40 km

Hjólum í Emstrur og svo  tökum við gönguslóðina (hjólandi) í Þórsmörk þar sem við grillum og borðum og skemmtum okkur langt fram eftir! 

Dagur 8 : Slökun í Þórsmörk.

Dagur 9 : Farið í bæinn.