Bíókvöld í klúbbhúsinu. Sýningin hefst kl 20:00. Sýnd verður nýjasta afurð félaganna í The Collective. En þeir eru þekktir fyrir einstaka myndatöku með háhraða kvikmyndatökuvélum frá einstökum sjónarhornum. Myndin höfðar ekki eingöngu til hörðustu downhill töffara, heldur til breiðs hóps hjólreiðamanna og áhugamanna um kvikmyndagerð almennt. Myndinni verður varpað á tjald með skjávarpa til að skapa bíóstemningu.

 Viðgerðaraðstaðan opin niðri.

 

Húsnefnd.