lífshlaupiðNú er hafin skráning í Lífshlaupið sem er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Lýðheilsustöð gaf út í fyrsta skipti árið 2008 ítarlegar ráðleggingar um hreyfingu og þar á meðal er ráðlagt að ganga eða hjóla daglega til og frá skóla og vinnu. Sjá vef ÍSÍ.