úr hjólaferð Vikulegir hjóltúrar verða farnir frá Víkingsheimilinu kl 09:30 alla sunnudagsmorgna framvegis í vetur og framá sumar. Guðný Einarsdóttir (einnig þekkt sem Guðný í www.hjolakonur.net) fer fyrir ferðunum. Miðað er við að vera ekki lengur en tvo tíma í ferðinni. Leiðin er ákveðin hvert skipti fyrir sig af þeim sem mæta. Nánari upplýsingar veitir Guðný í síma: 6936285. Allir velkomnir

Hvað er betra en byrja frídaginn á hressandi hjóltúr – sérstaklega eins og veðrið hefur leikið við okkur í síðustu ferðunum. En það hefur verið kalt og milt og nagladekkin komu sér vel. Um þetta leiti byrjar ekki að birta fyrr en um kl 10 svo maður upplifir sig sem árrisulan morgunhana svona í skammdeginu. Að svona góðum hjóltúr loknum er tilvalið að koma sér í vel verðskuldaðan bröns á góðum stað til að kóróna daginn sem annars er rétt byrjaður.