barnavagnKlúbburinn býður nú til leigu til lengri eða skemmri tíma farangurskerru og barna-hjólavagn. Það er mjög góð hugmynd fyrir þá sem eru að spá í að fjárfesta í öðru hvoru eða hefur takmarkaða þörf fyrir svona búnað. Verðinu er still í hóf, enda er tilgnagurinn að gefa fólki færi á að kynnast nýjum hliðum hjólamennskunnar.

Um er að ræða farangursvagn, svokallaðan BOB. Hægt er að hengja hann aftan í nánast öll hjól sem eru með snar-skiptiöxli (quick release axle). Burðarþol er 50kg. Með í leigunni fylgja festingar og vatnsheld, vönduð taska sem passar í vagninn. Sjá mynd.  Barnavagninn er gerður fyrir tvö börn og ber að hámarki 50kg. Hann er vatns og vindheldur en hægt er að losa uppá blæjunni sé heitt í veðri. Smá farangurspláss er fyrir aftan sætin svo hægt er að gera matarinnkaupin með börnunum. Frekari upplýsingar og pöntun á vögnunum:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.    

Húsnefnd. 
BOB

 
    
Vagn