Það var góður fjöldi sem mætti, líflegar og gagnlegar umræður um fatnað,
ljós og nagladekk. Úrval af fatnaði og búnaði frá hjólaverslunum og
sérsverslun með gæðafatnað. Miklar umrærður um gagnsemi ullar næst við
húð. Mjög gagnlegar umræður sköpuðust og deildu reyndir hjólreiðamenn reynslu sinni
td. um galdurinn við að hjóla í vinnuna í öllum veðrum án þess að verða blautur,
kaldur eða krumpa skrifstofudragtina og þar komu til sögunnar sérhannaðar
skrifstofutöskur þar sem hægt er að pakka flatt. Mjög skemmtilegt kvöld, takk
fyrir okkur.

 Sessy og Guðný.