Aðalfundur ÍFHK var haldinn 30. október síðast liðinn í húsnæðinu að Brekkustíg. Góð mæting var og allt að því hátíðarstemning í loftinu. Það er greinilegt að mikill hugur er í fólki í hjólaheiminum og lofar það góðu fyrir kjörtímabilið. Kjörin var ný stjórn og nefndir mótaðar. Fyrsti stjórnarfundur er áætlaður 3. nóvember og línur settar. Ný stjórn skipa: formaður: Fjölnir Björgvinsson, varaformaður: Sesselja Traustadóttir, gjaldkeri: Ásgerður Bergsdóttir, ritari: Edda G. Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Pétur Þór Ragnarsson og varamenn eru Magnús Bergsson, Sólver H. Sólversson.

Nefndir skipast svo:

Húsnefnd:

Formaður: Garðar Erlingsson. Aðrir: Sólver H. Sólversson, Karen Kristie Sævarsdóttir, Árni Davíðsson, Árni G. Guðnason, Arnaldur Gylfason, Darri Mikaelsson, Edda G. Guðmundsdóttir.

Ferðanefnd:

Formaður: Sesselja Traustadóttir. Aðrir: Alfreð Alfreðsson, Darri Mikaelsson, Freyr Franksson, Edda G. Guðmundsóttir, Kjartan Guðnason.

Ritnefnd: Ásgerður Bergsdóttir og Unnur Bragadóttir

Fjáröflunarnefnd: Sólver H. Sólversson.

Vetrardagskrá verður kynnt innan skamms hér á netinu. Viðburðir verða fleiri, fjölbreyttari og veglegri en hingað til hefur tíðkast. Ekki missa af þeim viðburðum sem framundan eru, svo fylgstu vel með vefnum.

Fjölnir Björgvinsson

Nýkjörinn formaður ÍFHK.