Klúbbhúsið okkar á BrekkustígnumFimmtudaginn 2. október byrjar hreinsunarátak í klúbbhúsinu. Öll aðstoð vel þegin við að fegra húsnæðið að innan sem utan. Hafir þú áuga á að láta gott af þér leiða fyrir klúbbinn er þetta kjörið tækifæri.

Í kjölfarið verður haldin viðgerðar og vetrarundirbúnings -námskeið. Aðalfundurinn og svo tekur vetrarstarfið við. Það er margt í deiglunni í vetur og mikil gróska í hjólaheiminum eins og í klúbbnum. Fylgist því vel með vefnum og auglýsingum á spjallinu.

 

Húsnefnd.  Smile