hjólalest Taktu frá laugardaginn 20. september til að taka þátt í hápunkti evrópskrar samgönguviku.

Undirbúningur er í fullum gangi og dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Þar má nefna nokkrar nýjungar, meðal annars munu þátttakendur í hjólalestum frá: Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi njóta léttra veitinga í boði bæjarfélaganna á hverjum stað. Keppt verður í hinum árlega Tjarnarsprett og dagskrá verður í Hljómskálagarðinum.

 

ÍFHK óskar eftir nokkrum til að vera í forystu fyrir hjólalestirnar ásamt framkvæmdaraðillum á hverjum stað. Hlutverk þeirra er að vera framarlega í hjólalestinni og aftast til að vera til taks ef skyldi bila eða þvíumlíkt. Lestirnar eru vel mannaðar en við viljum samt enn fleiri í þær, og stefnum á að slá met í fjölda.

 Eftir að allar hjólalestirnar koma saman að Ráðhúsinu vantar alltaf aðstoð við framkvæmd Tjarnarsprettsinns.

 

Áhugasamir vinsamlegast hringið í Fjölni í síma: 840 3399. Eða Morten í síma:690 4801.