Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum verður haldið laugardaginn 30. ágúst kl. 11. Lagt verður af stað frá Leirunesti, innst við pollinn, og hjólað austur og svo norður með Svalbarðsströndinni, yfir Víkurskarð, inn Ljósavatnsskarð og snúið við Fosshól (Goðafoss) og farin sama leið til baka.

Leiðin er um 95 km. Garpaflokkur, unglingaflokkur (15-16 ára) og kvennaflokkur snúa hins vegar við efst í Víkurskarðinu og fara sömu leið til baka. Leiðin er því keimlík frá því í Akureyrarmótinu í fyrra nema í stað þess að beygja til suðurs handan Víkurskarðsins er hjólað áfram austur. Styttri leiðin er því óbreytt.

4. bikarmót í fjallahjólreiðum verður haldið í Kjarnaskógi sunnudaginn 31. ágúst kl. 11. Hjólaðir verða nokkrir hringir í skóginum og verður í vegalengdin á milli 20 og 30 km. Á niðurleið verður hluti brautarinnar um skóga og rætur og erfiðleikum bundið að fara fram úr, en á uppleið verður farið um breiðari stíga. Nánari brautarlýsing síðar. Garpaflokkur, kvennaflokkur og unglingaflokkar (13-14 og 15-16 ára) munu fara 15 til 20 km.

Keppnisgjald fyrir hvort mótið fyrir sig er kr. 1.500 ef skráð er fyrir kl. 16 á fimmtudag, annars kr. 2.500.

Bankareikningur er 545-14-70 og kennitala er 440505-1470. Staðfesting sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Með kveðju,

Haukur Eggertsson
Sími:    +354 552 6656
Farsími: +354 867 8637
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.