Nú er lag. Íslenski fjallahjólaklúbburinn leggur í slíka ferð um Vesturland helgina 27. - 29. júní. Við hittumst við N1 á Ártúnshöfða kl. 19. Við brunum við vestur í land, nánar tiltekið að Hálsabóli í Grundarfirði, þar sem við verðum með tjaldbúðir í kringum eitt orlofshús. Í orlofshúsinu er aðgangur að snyrtingu, heitum potti og eldunaraðstöðu. Að öðrum kosti sér hver um að skaffa sínar nauðsynjar; í mat, drykk, svefnaðstöðu og öðru því sem hver þarf fyrir sig í svona ferð.

Um kl. 24 verður lagt af stað í fjögurra tíma hjólaferðalag um Snæfellsnes. Höfum með okkur heitt kakó á brúsa og njótum kyrrðarinnar í landslaginu. Komið í búðir aftur árla morguns. Svefn og upp úr hádegi verður stóra grillveislan og svo meiri svefn. Leggjum svo í nýjan leiðangur upp úr kl. 22 á laugardeginum og hjólum út í nóttina. Heimkoma óviss.
Við getum verið á Grundarbóli fram eftir öllum degi á sunnudeginum.

Þátttökugjald í ferðinni er 1.000 kr. f. fullorðinn skuldlausan félagsmann og frítt fyrir börn undir 16 ára aldri í fylgd fullorðinna. Miðað er við 18 ára aldurstakmark ungmenna í ferðina. Fyrir aðra en félagsmenn kostar 3.000 kr. að koma með.

Það verður opið hús á Brekkustíg 2 fim. 26. júní kl 20:00 - 21:30 þar sem Fjölnir skoðar með þátttakendum nánari ferðaáætlanir og flutning á hjólunum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hjá Fjölni í síma 840 3399.


Ferðanefnd ÍFHK.


Hálsaból, Hálsi

Grundarfirði

Húsið er 45m² orlofshús. Góð aðstaða er til að tjalda skammt frá húsinu. Við húsið er skjólgóð verönd með heitum potti og gasgrilli. Hálsaból er 3 km frá Grundafirði við rætur Kirkjufellsins. Grundarfjörður er sérlega fagur fjörður, umlukinn fjöllum á þrjá vegu, sem eiga vart sinn líka að fjölbreytni, og er þar Kirkjufell mest áberandi. Grundarfjarðarbær er  staðsettur í vinalegu umhverfi inni í firðinum og er þar mikil fiskvinnsla og útgerð. Í botni Grundarfjarðar á Grundarkampi  er forn verslunarstaður og eru þar tóftir allt frá tímum dönsku einokunarverslunarinnar.  

Hálsaból