FjölnirKvöldferðin í gær var farin um Kópavoginn. Farin var klassískur hringur frá Mjódd um Kópavogsdalinn, undir Kringlumýrarbrautina. Út fyrir Kársnesið, Fossvoginn og svo að lokum yfir brúna upp í Mjódd aftur. Ca 15km á rétt tæpum tveim tímum með góðum og mörgum stoppum enda voru nokkrir snáðar með í för. Þrátt fyrir skýjafar og smá rigningu voru sléttir 30 manns og sérlega góður andi í hópnum sem var mjög breiður svona styrktarlega séð og þurfti að þétta hópinn nokkrum sinnum. Sem betur fer voru það ekki alltaf þeir sömu sem drógust afturúr og "hrærðist því vel í hópnum". Allir mjög kátir með ferðina.

Ég veit ekki betur, en ég held að þetta sé met mæting í kvöldferð á rigningardegi.