Námskeið í undirbúningi ferðalaga á reiðhjóli
  
Næstkomandi fimmtudagskvöld verður haldið námskeið í undirbúningi ferðalaga á reiðhjóli. Verður það haldið í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2, kl. 20:00. Námskeiðið er tilvalið fyrir alla þá sem hafa hug á að fara stuttar sem langar ferðir á reiðhjóli á komandi sumri.