Föstudagskvöld 24. águst verður farið hjólandi (eða akandi með hjólið) til Þingvalla og tjaldað nærri þjónustumiðstöðinni þar sem Helgi og Sigga fararstjórar munu sjá um “tjaldvöku” í fellihýsi fram eftir kvöldi.
Föstudagskvöld 24. águst verður farið hjólandi (eða akandi með hjólið) til Þingvalla og tjaldað nærri þjónustumiðstöðinni þar sem Helgi og Sigga fararstjórar munu sjá um “tjaldvöku” í fellihýsi fram eftir kvöldi.
Helgina 29. júní -1. júlí stendur ÍFHK fyrir hjólaferð í kringum Skorradalsvatn. (ATH. Undirstrikaðar Breytingar frá fyrri auglýsingum) Umsjón: Fjölnir. S:840 3299.
Lagt verður af stað kl 10:00 laugardagsmorguninn 30. júní, frá bænum Fitjum sem er innst í Skorradal. Þetta er létt ferð þar sem leiðin er ekki nema 43km og farangurinn aðeins hlífðarföt og nesti. Fáar brekkur eru á leiðinni því hún liggur jú við vatnið. Hægt verður að gista báðar næturnar að Fitjum í tjöldum eða í svefnpokaplássi. Ég mæli með tjaldsvæðinu en ef illa viðrar er lítið mál að komast í húsaskjól. Við fáum grillaðstöðu og hægt verður að koma með grillkjöt til að grilla eftir hjóltúrinn. Verðinu á gistingu og aðstöðu er mjög stillt í hóf, en það kemur betur í ljós þegar næst að áætla fjölda ferðafélaga. Áætlað er að fara í sund seinnipart laugardags eftir hjóltúrinn í Hreppslaug (eða á Varmalandi) en þar eru mjög "kósí" sveitasundlaugar.
|
|
|
|
|
|
Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) héldu ársþing sitt 24. febrúar 2005 eftir annríkt baráttuár. Talsvert hafði verið um fundi, kynningar og ráðstefnur, bréfa- og blaðaskrif auk þess sem talsverður tími fór í að kynna sér málefni hjólreiðamanna erlendis. Á ársþinginu urðu smávægilegar hræringar í stjórn auk þess sem nýtt fólk kom inn.
Hestar, hjól og menn samferða í sátt
Laugardaginn 9. mars 2002 sóttu hjólreiðamenn mjög vel heppnaðan fund
með hestamönnum, ráðgjafaþjónustu Alta, Skipulags- og byggingasviði
Reykjavíkurborgar auk annarra sem vinna í útivistarmálum í austurhluta
Reykjavíkur. Fundir af þessu tagi eru nýlunda hér á landi og eiga að
uppfylla skilmála Staðardagskrár 21 (SD21) þar sem íbúar eiga að koma að
frumdrögum skipulagsmála. Var fundurinn haldinn í félagsheimili Fáks í
Víðidal. Hófst hann kl. 10 um morguninn og stóð til klukkan rúmlega
17:00. Af hálfu hjólreiðamanna sóttu Magnús Bergsson, Björn Finnsson og
Morten Lange fundinn. Upphaf fundarins má rekja til árekstra milli
hestamanna og annars útivistarfólks á nýlögðum stígum frá Víðidal og upp
í Heiðmörk. Á fundinum átti að finna leiðir til að laga þessi mál í
nútíð og framtíð. Fundurinn var mjög vel skipulagður og vel sóttur, þá
sérstaklega af hestamönnum. Hófst hann með því að allir skrifuðu á miða
þau vandamál sem menn höfðu staðið frammi fyrir. Sama fyrirkomulag var
haft um draumana, þ.e. hvers menn óskuðu sér. Því næst töldu menn upp
lausnir á vandamálunum. Svo hófst hópavinnan þar sem menn reyndu að
setja raunhæfar lausnir á kort sem hóparnir síðan kynntu.
Ferð Íslenska fjallahjólaklúbbsins með ÍT ferðum. Fólk getur líka komið með í flugið og verið á eigin vegum því að það er fullt af flottum hjólaleiðum á þessu svæði. Fyrir neðan er skipulagið á ferðinni okkar:
Þann 15.05.2001 stóðu Landssamtök hjólreiðamanna og Íslenski fjallahjólaklúbburinn fyrir talningu á hjólreiðafólki við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar frá kl. 7:00 til 20:00, í 13 m/s eða 6 vindstigum (allhvass) og -0.8°C hita.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.