Stór fullyrðing en þetta var niðurstaða víðtækrar vandaðrar rannsóknar sem gerð var í Danmörk og er ein af mörgum sem John Franklin vísar í í fyrirlestrum sínum sem við höfum þýtt og birt hér.

Hjólafærni – hvað er nú það?

Hjólafærni er skilgreind sem hugmyndafræði, þjálfun og umferðarfræðsla fyrir alla sem stýra reiðhjólum, allt frá 7 ára aldri og uppúr.
Við miðum við þrjú þrep í Hjólafærni:
1. Að læra að stjórna hjólinu.
2. Eldri en 9 ára geta nýtt sér markvissa kennslu á hjól og umferðina..
3. Frá 15 ára aldri: að hjóla af öryggi við flestar aðstæður sem umferðin býður upp á.

námskeið

Í apríl verða 3 opin námskeið í viðgerðum á reiðhjólum (meðlimir í Fjallahjólaklúbbnum hafa forgang). Námskeiðin eru haldin fimmtudagana 10., 17. og 24. apríl í félagsaðstöðu klúbbsins að Brekkustíg 2.

Ferðanefnd ÍFHK er búin að móta dagskrá fyrir ferðir sumarsins. Þar er bæði gamalt og nýtt efni í boði og ferðir við allra hæfi.

Úr Þriðjudagskvöldferð

Árið 2007 var gott og skemmtilegt á margan hátt. Klúbburinn tók m.a. í notkun nýja og glæsilega heimasíðu fjallahjolaklubburinn.is. Á síðunni gefst virkum félögum kostur á að skrá sig sem penna og vil ég hvetja sem flesta til þess. Heimasíðan er einnig kjörin til þess að deila ferðasögum og myndum.

Stefnum að öflugri samgönguhjólreiðum:
Viltu vera með í að móta Hjólafærni?

Sannanlega má segja að með komu John Franklin hafi ákveðin straumhvörf mótast í hugum þeirra íslensku hjólreiðamanna sem á hann hlýddu. Hugmyndir hans hljóma svo eðlilega fyrir umferðina og það er ekki hægt annað en hrífast með því sem Bretarnir hafa tileinkað sér.

Verkefnastjórn hefur orðið til innan raða ÍFHK og LHM, skipuð Sesselju Traustadóttur, Morten Lange og Páli Guðjónssyni. Þessi stjórn hefur sett sér það markmið að afla fjár til þess að byggja ofan á þá þekkingu sem John Franklin miðlaði til okkar.

myndNýlega skoðuðum við hvað starfsfólki sem kýs að hjóla til eða í vinnu er boðið annarsvegar hjá Reykjavíkurborg og hinsvegar VGK-Hönnun.

Samgöngustyrkur til starfsmanna VGK-Hönnunar í Reykjavík:
VGK-Hönnun greiðir strætókort fyrir þá starfsmenn sem að jafnaði nota strætó í ferðir til/frá vinnu.
VGK-Hönnun greiðir andvirði strætókorts til þeirra starfsmanna sem að jafnaði ganga/hjóla til vinnu eða koma með öðrum í bíl.
Til að auðvelda starfsmönnum að nýta sér vistvæna ferðamáta til/frá vinnu verða merktir fyrirtækisbílar til staðar fyrir vinnutengdar ferðir starfsmanna.
Ef starfsmenn sem nýta sér vistvænan ferðamáta þurfa óvænt að ferðast í einkaerindum á vinnutíma, t.d. vegna veikinda barna, mun VGK-Hönnun endurgreiða viðkomandi leigubílakostnað.

myndÞessi samningur er alveg til fyrirmyndar og væri gott að fá ábendingar um fleiri sambærilega frá ykkur. Samningur Reykjavíkurborgar er flókinn og sýnist okkur hann vera íþyngjandi og fráhrindandi nema fólki sem er tilbúið að skuldbinda sig til að hjóla í heilt ár allan ársins hring og þarf ekkert að fara á "jakkafatafundi" enda t.d. afsala þeir sér greiðslur vegna leigubílanotkunar. 5. gr. er t.d. svona: "Ef aðstæður breytast getur sviðsstjóri eða forstöðumaður sagt upp hjólreiðasamningi með eins mánaðar uppsagnarfresti." Ekki að sjá að starfsmaður geti sagt samningnum upp sjálfur. Þetta er góð viðleitni en þarf að útfæra betur.

Lesa má Samgöngustefnu VGK-Hönnunar hér en þar sem við fundum ekki samning Reykjavíkurborgar á vef þeirra er hann hér fyrir neðan.

Uppfært: Eftir sameiningu er VGK-Hönnun orðin Mannvit og en samgöngustefnan sú saman hér

LHMAðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna verður haldin að Brekkustíg 2, laugardaginn 8. mars n.k. kl 15:00. Venjuleg aðalfundarstörf og almennar umræður um stöðu mála í málefnum hjólreiðafólks.

Boðið verður upp á kaffiveitingar. Áætlað er að fundi ljúki kl. 17:00. Allir sem eru félagar í ÍFHK og HFR hafa atkvæðarétt á fundinum og eru þeir eindregið hvattir til að mæta.

Kl. 20:30 verður húsið opnað aftur með myndasýningu og léttum veitingum. Þar gefst fólki tækifæri til að halda áfram rabbi um málefni hjólreiðafólks.

Undir miðnætti verður svo farið á pöbbarölt ef áhugi er fyrir hendi. Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna Pósthólf 5193 125 Reykjavik

Iceland ExplorerOkkur hérna á ferðaskrifstofunni Íslandsvinum / Iceland Explorer að Reykjavíkurvegi 64, Hafnarf. langar að senda ykkur upplýsingar um hjólaferð sem við erum með til Toscana á Ítalíu í lok maí. Sjá nánari lýsingu hér.  Í burðarliðnum er svo líka ferð um Kvarnerflóann í Króatíu fyrrihluta september og nánari upplýsingar um þá ferð eru væntanlegar um miðja mars.

FjallakofinnEinnig er hér á sama stað útivistarvörubúðin Fjallakofinn sem selur ýmislegt sem hentar reiðhjólafólkinu ekki síður en öðru útvistarfólki. Má þar nefna Merinoullarnærföt og sokka af ýmsum gerðum frá Smartwool; Scarpa skó; fatnað, bakpoka, hanska, húfur (m.a. lambhúshettur og húfur undir hjálma) o.fl. frá Marmot; og síðast, en ekki síst, Löffler sem er með afskaplega lipran og þægilegan fatnað fyrir skokkara, gönguskíðafólk og hjólafólk. Þaðan fáum við m.a. hjólabuxur fyrir bæði kynin í vor. Við bjóðum félögum í IFHK 10% staðgreiðsluafslátt (peningar eða Debetkort) og 5% afslátt með Kreditkorti.

Hjólað með Dóná - Myndakvöld Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

Skemmtilegt ævintýr 6 manna fjölskyldu verður til kynningar á myndakvöldi Íslenska fjallahjólaklúbbsins nk. fimmtudag, 6. mars. Kjartan Guðnason ætlar að kynna í máli og myndum ferðalag fjölskyldunnar frá liðnu sumri þegar hún hjólaði saman frá Passau í Þýskalandi til Vínar í Austurríki. Hjólað var í 9 daga eftir einni þekktustu og elstu hjólaleið Evrópu, Donauradweg Passau * Vín.

Myndakvöldið verður í húsnæði ÍFHK að Brekkustíg 2. Húsið opnar kl. 20 og boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir s. 864 2776 og Kjartan Guðnason s. 895 9020

mynd úr ferðmynd úr ferðmynd úr ferð
Fararstjórarnir Alda og Kristín koma til okkar í klúbbhúsið og kynna þær hjólaferðir sem Úrval-Útsýn bjóða uppá í sumar. Einnig verða þær með fjölda ljósmynda úr fyrri ferðum. Brekkustígur 2, kl 20 21. febrúar.°

  mynd úr ferðmynd úr ferð

Hjólareinin í LönguhlíðNú er komin ný skoðanakönnun þar sem við forvitnumst um hvernig staðið er að snjóruðningi á þeim leiðum sem þið þurfið að komast. Þessi mynd var tekin í Lönguhlíð 9. febrúar og þar var ekkert mokað af hjólareininni svokölluðu enda kannski erfitt eins og hún er hönnuð.

Það var fjölmennt á Vetrarhátíð í Perlunni þar sem Fjallahjólaklúbburinn, HFR og fleiri tóku þátt. Vetrarhjólreiðabúnaður var kynntur og keppt í því að hjóla niður tröppurnar og að stökkva á hjólum meðal annars. Verslanirnar Örninn og Markið kynntu nagladekk, ljósabúnað og klæðnað til hjólreiða að vetrarlagi.

Á vef HFR er að finna nánari lýsingu á keppnunum og fullt af myndum frá þeim. 

Smellið hér til að sjá myndir frá deginum.

 

Nú stendur yfir vetrarhátíð í Reykjavík og verða reiðhjól áberandi á þeirri hátíð á laugardaginn í Perlunni þegar vetrarhjólreiðabúnaður verður kynntur, keppt í hástökki á BMX hjólum og bruni niður tröppurnar í Perlunni. Dagskráin stendur yfir milli 13 og 15.

 Það var rífandi stemmning í gærkvöldi þegar góður hópur kom saman á brekkustígnum. Við horfðum saman á myndina “The science of mountain biking”. Myndin er heimildamynd um tvo garpa sem í fara saman til Suður ameríku til að sigrast á áskorunum í fjallahjólaíþróttinni en þó með mjög ólíkum hætti. Markmið annars er að hjóla upp brekkurnar í Andesfjöllunum á meðan hinn er að leitast eftir því að hjóla niður með tilheyrandi látum.

Þetta var alveg hreint hin ágætast skemmtun og vonadi að við getum endurtekið þetta fljótlega með fleiri myndum.

Af gefnu tilefni viljum við benda öllum sem áhuga hafa á starfi klúbbsins að öllum er frjálst að koma til okkar í klúbbhúsið á opin hús og aðra viðburði. Ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur til að taka þátt í starfi klúbbsins. 

Forgangsakreinin að Hlemm Nú liggur fyrir Alþingi fumvarp um að banna eigi umferð hjólafólks á forgangsakreinum eins og þessari á myndinni ásamt sektum við broti þar á.

Landsamtök hjólreiðamanna, sem ÍFHK er aðili að, sendi inn umsögn vegna frumvarpsins og leggur til að hjólafólki verði veittur forgangur í umferðinni með þessum forgangsakreinum og bent á hættur þess að vera með bílaumferð beggja vegna við sig á annarri akreininni. Sem fylgiskjal var send umfjöllun John Franklin um þversagnir í öryggismálum hjólafólks þar sem meðal annars er fjallað um forgangsakreinar. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig þessi ríkisstjórn bregst við, hvort hún vill stuðla að bættri aðstöðu til hjólreiða á Íslandi eða fæla fólk frá hjólreiðum með þessu banni.

Við viljum minna á dagskrárliði í samgönguviku sem hjólreiðafólk ætti alls ekki að missa af.
Að þessu sinni hafa Landssamtök hjólreiðamanna fengið tvo fyrirlesara til landsins.
Annars vegar er það John Franklin, sem er sérfræðingur í umferðaröryggi hjólreiðafólks, og hins vegar Juliane Neuß sem er sérfræðingur í hönnun reiðhjóla. Fyrirlestur hennar mun fjalla um vistfræði hjólreiða og hvernig koma má í veg fyrir t.d. hné- og bakverki vegna hjólreiða.
Takið frá næstkomandi þriðjudagskvöld, fimmtudagskvöld sem og föstudag.
Á laugardeginum verður svo mikið um að vera, þar á meðal er hin árvissa ,,Hjólalest" sem og Tjarnarspretturinn
Nánari upplýsingar er að finna á vef Landssamtaka hjólreiðamanna hér


Hjólakveðja
Stjórnin

Landssamtök hjólreiðamanna
http://hjol.org

Velkomin á nýjan vef ÍFHK.  Íslenski fjallahjólaklúbburinn opnaði fyrst heimasíðu fyrir 10 árum og þótti mörgum tími til kominn að hressa aðeins upp á hana. Við viljum þó ekki kasta út öllu gamla efninu enda ótrúlega mikið af góðum greinum og ferðasögum þar á meðal sem er tímalaust efni og alltaf jafn skemmtilegt og fróðlegt. Fyrst um sinn er því fléttað saman nýju og eldra efni en vefurinn verður þróaður betur í vetur.

Það er margt nýtt sem þetta vefumsjónarkerfi býður upp á svo sem að menn gerist pennar og setji inn efni milliliðalaust eða eftir yfirferð ritstjóra. Einnig söfnum við saman á einn stað úrdráttum úr bloggi nokkurra bloggara sem fjalla oft um hjólreiðar og umferðarmál. Sendið okkur endilega ábendingar um fleiri blogg og vefi sem vert er að bæta við, ef síðan er með RSS þá má birta úrdrættina beint hér á vefnum undir Umræðunni en annars bara í tenglasafninu.

Það sést alltaf hvað er næst á dagskránni hér efst og því auðvelt að sjá nýja atburði sem stundum er skotið inn með stuttum fyrirvara og eru ekki í prentaðri dagskrá. Við getum nú líka auðveldlega gert skoðanakannanir.